þriðjudagur

Skondin símtöl
Ég hlusta stundum á mann minn tala í símann. Ég er ekki beint að hlera, en get ekki varist því að heyra flest þar sem honum liggur hátt rómur. Og það er vel því þá missi ég ekki af gullkornunum sem velta uppúr honum á stundum. Í dag kom þessi skemmtilega setning þegar mér heyrðist hann vera að ræða um greiðslur til starfsmanna í hugsjónastarfi: "Já já, og þér finnst eilíft líf vera voða snubbótt laun."
Ég er nú ekki klár á hvaða kenningar liggja að baki þeirri skoðun karls að menn frelsist af verkum. En fékk mig til að brosa engu að síður.