mánudagur

Andri Snær Magnason, takk fyrir að nennessu!

Það sýður á mér við sundlaugarbakkann. En það er ekki sólin! Það er Draumalandið hans Andra. Blóðþrýstingurinn er svo hár, ég er svooo reið. Ég mæli ekki með því taka þessa bók með í fríið, hún er einfaldlega allt of mögnuð og brjáluð til þess. En titill bókarinnar leiðir þig á hræðilegar villigötur. Í henni er engin sjálfshjálp fyrir hrædda þjóð! Ég var glöð og óhrædd í vanþekkingu minni. Nú er ég skíthrædd fyrir hönd þjóðar minnar og landsins mín. Langar helst að flytja bara eitthvað burt, þangað sem einhver loðdýrabóndi aka iðnaðarráðherra er ekki að sökkva ættjörðinni í vatn og aur.
Þú verður að lesa þessa bók. HEYRIRÐU HVAÐ ÉG ER AÐ SEGJA! Og svo þegar við erum öll búin að lesa hana getum við gert eitthvað magnað! Teipað einhvern virkjanasinna við stól og neita að sleppa honum fyrr en hann væri búin að lesa. Nei, það væri ljótt.
Andri er hreint út sagt alger snillingur, og ég hef ekki sagt það um marga rithöfunda. Hann byrjar bókina á léttu spjalli, dregur mann inn. Svo bara *shmack* á báðar kinnar.