laugardagur

One down, two to go
Fór í fyrsta prófið í dag, gekk ágætlega. En spreitið ykkur á þessari spurningu sem var á prófinu (held kennarinn hafi verið á sýru blessunin):


Minnisæfingar eru eins og: (myndlíking)
a) að blása í götótta blöðru
b) Að taka U-beygju til að komast undan löggunni
c)Að taka nokkrar verkjatöflur til að sjá hver virkar best
d) Að skoða hlutabréfamarkaðinn í heilan dag til að ákveða svo hvaða hlutabréf á að kaupa.

Ég get sagt ykkur að ég varð alveg lens yfir þessu, svaraði bara d og er engu nær. Fæ aldrei að vita rétta svarið, nema ég geri mér ferð til þess og hver nennir því svosem.

miðvikudagur

Demantur Valhúsahæðarinnar
Við Seltirningar eigum okkur leyndarmál. Við sundlaugina er nebblega lítill skúr sem kenndur er við Skara. Þar inni fást hrikalega góðir hamborgarar sem eru svo sveittir að maður veit ekki hvort á að að bíta eða sjúga með röri. Þangað er gott að leita þegar lesturinn er að gera manni lífið leitt, og enn betra er þegar Guðni fer fyrir mann eins og þessi elska gerði í dag. Núna erum við að springa. Franskar kartöflur sjást koma út um naflann á mér. Rigtig sjovt!

Brandari sem Halla sagði mér
Ég hef ekkert að segja svona í prófunum svo ég segi bara barndara:
Óli var að tala við jólasveininn og sveinki spurði hvað hann vildi í jólagjöf "Ég ætla að fá fockings Harry Potter pleimókastala" Sveinki segjir "þú mátt ekki tala svona drengur, segðu mér nú fallega hvað þú villt" Ég ætla að fá helv...snjóbretti" "Nei heyrðu nú, svona er bannað að segja". En Óli heldur áfram "svo ætla ég að fá djöf...playstation". Jóli er búin að fá nóg og segir við drenginn að hann muni sko ræða við foreldra hans! Svo finnur Sveinki pabban og frú og segir þeim að drengurinn blóti og sé dónalegur og spyr hvað hann eigi eigilega að gefa svona vondum strák. Þá segja foreldrarnir að hann eigi nú ekkert gott skilið og sveinki skuli nú bara reyna að kenna honum lexíu.
Á Aðfangadagskvöldi eru þrjár hrúgur af hundaskít undir trénu í stað þess sem Óli var búin að óska sér en Óli er hlaupandi útum allt hús eins og brjálæðingur. Þá segir mamma hans "Óli minn hvað ertu að gera?" Óli svarar: "Jólasveinninn gaf mér fockings hund en ég finn hann hvergi".

Jólabónus
Gott er að fá jólabónus, sérstaklega ef maður var ekki búin að reikna með slíku. Ætli vinnuveitandinn taki hann af mér ef ég nota hann ekki í jólagjafir? Ég er nebblega að spara.

þriðjudagur

Próf
Komin í fílingin; joggingbuxur, nammi, svitalykt. Enn of aftur og vonandi í síðasta sinn í bili sem ég eyði aðventunni í prófstressi í staðin fyrir jólastressi.

sunnudagur

Gleðilegan...(veldu 1 af 3)
Já það eru að minnsta þrennt til að óska til hamingju með í dag. 1. des, 1. í aðventu og svo eru áramót líka. Nýtt kirkjuár byrjar nebblega í dag. Því er ekki hægt annað en að vera í spariskapinu í dag. Ég bjó til dýrindis aðventukrans í gær og hvítt og gyllt eru litir dagsins. Mjög ánægð með útkomuna og kveikti á kertinu áðan. Fór í mat í gær til Erlu og Kjartans (takk fyrir lambasteikina og skemmtilegt spjall), í messu í morgun og svo til systu áðan í mat. Er annars búin að vera að stúdera uppeldiskenningar þessa helgina. Rokka feitt.