mánudagur

Klæðskerasniðin skáldsaga
Ég keypti mér bók fyrir skömmu. Las bara titilinn í bókabúðinni. Það var nóg. SELD! Og hún er alveg dásamleg. Það er svo gaman að vera svona "in the know". Og hvað ætli bókin heiti? The Jane Austen Book Club. Og auðvitað er alveg vonlaust að lesa hana nema maður hafi haldgóða þekkingu á öllum sex bókunum. Sé ástfangin af Mr. Darcy og missi sig í hvert skipti sem Emma finnur ástina. Ég vona að aðrir lestrarhestar hitti einhvern tímann á bók sem er eins og sniðin bara fyrir þá.