sunnudagur

Ó nei, ekki vor....

Öllu jöfnu tek ég vorinu fagnandi. Sveifla hak og rækta nýjan skóg, hey! En er ég sú eina sem kvíði löngu kostningavori? Maður getur ekki keyrt í kringluna án þess að sjá sminkað smettið á einhverjum stífum pólitíkusi klínt á næsta flettiskilti. Og ekki hlustað á fréttir fyrir flokksbundnu nöldri. Væri til of mikils ætlast að menn geymdu baráttuna þangað til kvöldinu fyrir kostningar. Já, kannski.