föstudagur

Ég er Parísarbúi í anda
Enda var ég getin á ódýru hóteli á rive gauche, kannski bara í latínuhverfinu rétt við Svartaskóla.
Viva la revolution! Je ne regrette rien!
You are French
You are a Parisian.


What's your Inner European?
brought to you by Quizilla

Guðni er spenntur
Eins og alþjóð veit hefur minn tilvonandi ektamaður verið að gera litla sæta byltingu. Hér má lesa það nýjasta um það

Guðni er spenntur
Eins og alþjóð veit hefur minn tilvonandi ektamaður verið að gera litla sæta byltingu.

Ánægjulega erfiður dagur
Brjálað að gera í lagaenskutíma. Heimsótti Óla í nýju íbúðina og fékk svo meira að segja pítsu. Eftir gott námskeið með leiðtogaefnum (sem ég slúttaði fyrr en áætlað var vegna handbolta), keyrði ég heim úr Hafnarfirðinum hlustandi á leikinn og þegar ég kom heim var ég alveg að deyja úr spenningi...og ég má bara ekki við svona hjartaálagi eftir langan dag. Þess vegna var ekkert meira afslappandi fyrir heilann heldur en Bachelor og Sex and the City. Nú er ég virkilega ánægð með daginn og ekkert súr yfir tapinu. Og má ég bara segja að ég er alveg sammála hlustendum rásar 2 með Guðjón Val. Sooooldið sætur! Og ég má sko alveg segja það þó ég sé að fara að gifta mig, þrátt fyrir að ég hafi heyrt annað í gær! Vildi bara að allir hefðu það á tæru!

þriðjudagur

Spurning dagsins
Getur Guðni búið 300m frá KR-vellinum án þess að verða geðklofa og get ég búið á 4 hæð í blokk án þess að verða geðveik?