laugardagur

Bride and Prejudice
Það nýjasta frá Bollywood er endurgerð á P&P. Auðvitað eru persónurnar lagaðar að Indverskum nútímaveruleika. Þetta hljómar virkilega spennandi og svo eru Indverskar myndir alltaf svo fallegar á litinn. Hann er þó vandfundinn maðurinn sem er betri en Colin Firth sem Darcy.

föstudagur

Mæðrablessun
Þar sem aðeins eru nokkrar vikur í að Petra verði léttari, var haldin svo kölluð mæðrablessun fyrir stelpuna. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það bænastund til handa móður og barni sem vinkonur ólettu konunnar bjóða til. Svo eru kökur og pakkar á eftir. Þetta er nú bara önnur mæðrablessunin sem ég er viðstödd en mér finnst þessi siður vera virkilega fallegur og skemmtilegur. Ég gaf barninu ófædda bláa belju sem átti að muuua en muuuið var bilað.

Hjálp í viðlögum
Ungur maður, sem við skulum kalla Guðna, gleymdi að taka upp Sex and the City fyrir mig! Og ég VERÐ að sjá lokaþáttinn. Er einhver þarna úti sem getur hjálpað ungri stúlku sem verður að fá að vita hvort það var Big eða gamlinginn og lánað henni spóluna sína?

miðvikudagur

Sko mig
Ég er búin að læra að búa til svona albúm. En ég á reyndar ekki stafræna þannig að ég get lítið sett inn núna. Prófaði samt að setja inn myndir af sumarbústaðnum. Kannski set ég líka inn brúðkaupsmyndir ef ég nenni.

Júróvisjón-hiti
Það er farið að skipuleggja kvöldið stóra, 15 maí. Hildur og Heimir eru búin að bjóða okkur í júrópartý. Við erum farin að huga að heimatilbúnum stigatöflum, safna snakki og finna til sautjándajúní fánana. Það er auðvitað tvöföld jól í ár útaf undankeppninni.
Ansi eru skemmtilegir þessir þættir með Eiríki Hauks. Ég er farin að hald með Serbíu/Svartfjallalandi og Kýpur.

Mikið sjónvarpskvöld
Á morgun fimmtudag er stórt gónkvöld. Síðasti Beðmál í borginni þátturinn og lokaþáttur Bachelor. Og allt á sama klukkutímanum. Mér er boðið í kaffi annað kvöld og er í mestu vandræðum. Hvort á maður að taka upp?
Annars spái ég að Carrie endi með Big (og Bob með Estellu). Samantha trúlofast og að minnsta kosti ein ólétta verður tilkynnt. Já ég veit, ég er forfallinn sjúklingur í sjónvarp. Guð hjálpi mér.

mánudagur

Fegin er ég...
..að engum hafi dottið í huga að skipta um nafn á landi voru eða höfuðborg. Það hlýtur að vera alveg ferlega ruglingsleg. "já sæll vertu, ég heiti Kubanu og er frá Bombay. Nei, alveg rétt nú er ég víst frá Mumbai." Sæll Kubanu, ég er Lau frá hinu góða landi Burma, nei fyrirgefðu, Myanmar." Engum er þó meiri vorkunn en Rússunum sem helst ekki á nafni á nokkurri einustu borg í meira en hálfa öld eða svo. Þeir eru örugglega hættir að prenta póskort með nafni borganna. En hvað myndum við láta Reykjavík heita, ef við þyrftum allt í einu að skipta? Ég myndi velja mér Hómfríður það er gott borgarnafn. Komiði sæl, ég bý í Hólmfríði. Eða: "Borgarskjalasafn Hólmfríðar, góðan dag."