Framfarir
Nói tók sín fyrstu skref á laugardaginn, góð gjöf til foreldranna sem héldu upp á 10 ára byrja-saman-afmælið sitt þann dag. Upphófust mikil hróp og köll í stofunni og aumingja drengurinn var knúsaður í bak og fyrir. Ég veit að þetta er sjálfsögð framvinda hjá heilbrigðu barni, en fyrir mér eru þetta fréttir vikunnar. Til heiðurs göngugarpnum eru nokkrar nýjar og nýlegar myndir komnar á vefinn.