laugardagur

Sjálfhverfa
Það að fletta sinni eigin ritgerð upp í Greini! (En það er gaman að sjá nafnið sitt á prenti)

miðvikudagur

Góðar jólagjafahugmyndir fyrir...
..jah, fyrir námsmenn, atvinnuleysingja og öryrkja sem voru sviknir af kerfinu.
1) Segðu væntanlegum þiggjanda að það sé Jesú sem eigi afmæli og þú hafir gefið honum pakkann.
2) Rektu upp gamlar peysur og prjónaðu ullarsokka eða grifflur
3) Semdu fyrripart og gaukaðu honum að afa, segðu honum að þetta sé tómstundapakki
4) Pakkaðu ódýrri gjöf inn í gulu bankamiðana, pabbi og mamma kveikja fljótt á perunni.
5) Sníktu saltbréf og tómatssósu á McDónalds og búðu til matarkörfu
6) Safnaðu kattarhárum (af heimiliskettinum, ekki bara hvaða ketti sem er!) Búðu svo til eyrnaband handa örðum fjölskyldumeðlim.
Mér hlýtur að detta eitthvað meira í hug seinna en ég er veik :( og er ekki í stuði.

Poj poj
Ég vildi bara óska vinum nær og fjær góðs gengis í prófunum og einbeitingar við lesturinn. Um leið fagna ég því að koma hvergi nærri slíku í fyrsta skipti í 17 ár!

mánudagur

Átta eggjarauður?
Eitt sinn lék ég Hérastubb bakara á sviðinu í Austurbæjarskóla. Sverrir bekkjarbróðir minn var bakaradrengurinn. Við sungum auðvitað piparkökulagið. Nú er ég að baka piparkökur í fyrsta skiptið og það eru alls engar eggjarauður í uppskriftinni, hvað þá átta! Er lagið bara plat? Var ég að gefa lærlingnum rangar upplýsingar? Aumingja Sverrir, það er ekki nema von að hann klúðraði uppskriftinni!

sunnudagur

Að vera eða ekki vera...
Nú þegar aðventan er byrjuð eru nágrannar okkar Guðna farnir að hengja upp jólaskraut. Og þá kemur í ljós að allir eru með álíkar rauðar seríur festar á svalagrindverkin sín. En okkur Guðna finnst litaðar seríur ekki fallegar og viljum helst ekki hafa rauðbjarmað svefnherbergi og stofu næsta mánuðinn, rétt eins og við byggjum í vændishúsi. Þá reynir á sjálfstæði viljans. Verðum við sem sauðir að sumri eða stöndum við óhögguð með okkar hvítu séríu? Kannski setjum við okkur í anarkistafílinginn og höfum barasta alls enga seríu!!!! Nú verður haldinn fjölskyldufundur og málið kryfjað.

Hvað á barnið að heita?
Anna Birna Kjartansdóttir var vatni ausin í gærkveldi og nafn hennar ritað í lífsins bók.