miðvikudagur

Stuðarar
Eitt af því sem getur glatt mig í umferðinni eru límmiðar á bílum. Ekki auglýsingar, nei. Svona bumper-stickers. Alltaf þegar ég sé svona límmiða þá píri ég augun, keyri nær og er spennt að sjá hvað viðkomandi bíleigandi vill segja heiminum. Oft eru það bræður og systur í trúnni sem tjá ást sína á frelsaranum með einum eða öðrum hætti. Ég átti einu sinni jesúfisk á drossíuna en hann datt af :(
Um daginn sá ég einn sem mér fannst merkilega djúpur: "I have no idea why I got out of bed today".