þriðjudagur

Hofum tad svaka gott a Krit! Kossar til allra vina og vandamanna!

Myndir ur brudkaupi herna sem Magni tok. Annars eru 280 myndir i framkollun sem Lalli tok og um klukkutimi a video og svo tad sem gestir toku tannig ap okkur aetti ekki ad skorta myndir. Ekki ma svo gleyma ljosmyndaranum. TAKK Magni!!!! Myndin af okkur Gudna ad hlaupa ut ur kirkjunni er uppahaldsmyndin min.

mánudagur

D-day plus 1
Brúðkaupið var alveg meiriháttar. Allt bara svímandi hamingja og lukkulegheit. Vonandi fá allir að upplifa svona frábæran dag einhvern tímann á ævinni. Ég grét helminginn af tímanum og brosti á sama tíma alveg allan hringinn. Guðni grét líka þegar ég þrammaði inn kirkjugólfið (ég labbaði víst einum of hratt en var í leiðslu og gönguhraði var ekki það sem ég var að spá í). Hann var svo sætur þessi elska. Ræður vina og vandamanna voru snilld og ég skellihló ef ég var ekki skælandi. En núna er ég að reyna að pakka. Stofan er full af hrikalega flottum gjöfum og ég er að reyna að koma öllum blómunum í fóstur.
Frú/Mdm/Mrs/Senora Ásdís