fimmtudagur

Skondið boð
Í kvöld koma mínir nánustu í fyrsta matarboðið í Trönuhjalla. Þeir koma þó ekki tómhentir því þeir verða að hafa stóla með sér. Ég á heldur ekkert til að bera fram ísinn í svo að hann verður bara étinn uppúr dollunni. En lengi býr að fyrstu gerð.

miðvikudagur

Lömuð húsmóðir
Ég nennti ekki að elda í gær og það er strax farin að myndast fatahrúga í þvottahúsinu. Við Guðni erum ekki alveg að meika´þa í húsleik.

Læknamatur
Ég er búin að fara 5 sinum til læknis á jafn mörgum vikum. Allt sérfræðingar nema einn og því hefur kostnaður auðvitað farið alveg úr böndunum því það er algert morð að fara til læknis. Af hverju þekki ég engan í læknisfræði sem getur gefið mér ókeypis tíma þegar þeir loksins útskrifast? Jæja, ég fæ allaveganna ódýra lögfræðiaðstoð þegar ég þarf að lögsækja fyrir læknamistök, múhahahah!

sunnudagur

Pop the champagne!
Loksins erum við Guðni að fara að gista fyrstu nóttina. Og loksins get ég opnað kampavínið sem mér var gefið í vetur. Reyndar er enn allt í rúst en það er bara allt í lagi. Það versta er að mamma er hálf sorrý yfir að hafa ekki lengur börn á heimilinu eftir 25 ára uppeldi. En hún hefur alltént Láka, sem er á þessari stundu allur marinn og blár eftir síðustu slaxmál. Hann er vandræðaunglingur.