Skondið boð
Í kvöld koma mínir nánustu í fyrsta matarboðið í Trönuhjalla. Þeir koma þó ekki tómhentir því þeir verða að hafa stóla með sér. Ég á heldur ekkert til að bera fram ísinn í svo að hann verður bara étinn uppúr dollunni. En lengi býr að fyrstu gerð.